Upplýsingar

Allar upplýsingar um skilmála og um fyrirtækið.

Almennt

  1. Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla þjónustu sem Föndur ehf. veitir nema ef sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Sá sem óskar eftir þjónustu skuldbindur sig til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem Föndur setur um notkun þjónustunnar. Föndur áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Breytingar eru kynntar á vefsíðu fyrirtækisins með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.
  2. Fjarskiptasambandi eða tengingu er venjulega ekki komið á við húseign nema eigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir búnaði í húsi eða á lóð. Sá sem óskar þjónustu skal sjá til þess að slíkt leyfi liggi fyrir.
  3. Við undirritun þjónustusamnings fær viðskiptavinur úthlutað auðkenni, nema ef um flutning á áður úthlutuðu auðkenni sé að ræða. Viðskiptavinur þarf að óska sérstaklega eftir aukaaðgerðum eins og númeraleynd, læsingum eða sérstillingum.
  4. Venjulegur afgreiðslutími á þjónustubeiðnum er ekki lengri en 14 dagar frá því að beiðni berst, nema óviðráðanleg atvik hamli framkvæmd.
  5. Ef viðskiptavinur vill framselja þjónustusamning sinn til þriðja aðila þarf að sækja um það skriflega. Föndur samþykkir slíkt framsal ef ekkert stendur í vegi fyrir því og öll gjöld vegna þjónustunnar hafa verið greidd til dags framsals. Föndur getur framselt eigin réttindi og skyldur samkvæmt samningi til þriðja aðila sem getur veitt sambærilega þjónustu.
  6. Föndur ber ekki ábyrgð á tímabundnu þjónusturofi, en leitast við að koma þjónustu í lag eins fljótt og unnt er. Verði óeðlilegur dráttur á viðgerð getur viðskiptavinur krafist endurgreiðslu í hlutfalli við þann tíma sem þjónusta er rofin. Föndur ábyrgist ekki tjón sem hlýst af sambandsleysi eða öðrum truflunum, hvort sem þær stafa af bilunum í búnaði, tengingum eða öðrum orsökum.
  7. Viðskiptavinum ber að fara vel með allan búnað í eigu Föndur sem þeim er afhentur. Sé búnaður skemmdur eða glataður af ásettu ráði eða gáleysi er viðskiptavinur bótaskyldur. Ef búnaði er ekki skilað eða hann er óhæfur til útleigu við skil er heimilt að innheimta andvirði hans.
  8. Ef notkun viðskiptavinar veldur verulegum truflunum á þjónustu eða felur í sér misnotkun getur Föndur takmarkað eða lokað fyrir þjónustu tímabundið eða til frambúðar. Sama á við ef rangar upplýsingar eru veittar sem hafa áhrif á samning milli aðila.
  9. Föndur áskilur sér rétt til að slíta þjónustu ef viðskiptavinur hagar sér ógnandi eða móðgandi gagnvart starfsfólki. Starfsmönnum er heimilt að neita að fara á vettvang ef aðstæður geta haft slæm áhrif á heilsu þeirra.
  10. Ef þjónusta er stöðvuð vegna sök viðskiptavinar heldur gjaldskylda áfram þar til samningi er sagt upp af aðila.
  11. Óheimilt er að nýta ótakmarkaða þjónustuleið í atvinnuskyni nema með skriflegu samþykki. Brot á því veitir Föndur rétt til að rifta samningi og rukka skv. almennri verðskrá fyrir notaða þjónustu.
  12. Viðskiptavinir með áskrift að gagnaflutnings- eða fjarskiptaþjónustu geta nýtt innifalið magn samkvæmt skilmálum viðkomandi áskriftar innan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og tilgreint er í verðskrá. Umframnotkun er gjaldfærð samkvæmt gildandi verðskrá.
  13. Föndur áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um viðskiptavin í þeim tilgangi að bjóða upp á nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða sértilboð. Einnig er heimilt að hafa samband í viðskiptalegum tilgangi óháð skráningu í símaskrá. Viðskiptavinur getur hafnað slíkum samskiptum.
  14. Uppsögn þjónustu skal berast skriflega eða með tölvupósti á uppsogn@fondur.is fyrir 28. dag mánaðar. Uppsögn tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar.
  15. Föndur áskilur sér rétt til að taka upp símtöl við þjónustuver til að tryggja gæði og skrá efni þeirra. Upptökur eru aðeins aðgengilegar viðkomandi starfsmönnum eða yfirvöldum samkvæmt lögum.
  16. Við pöntun þjónustu ber að veita réttar upplýsingar. Pöntun eða samþykki tilboðs er bindandi fyrir báða aðila.
  17. Viðskiptavinir eiga rétt á bótum vegna þjónusturofs eða tafa sem nema 5% af mánaðargjaldi fyrir hvern dag sem truflun varir. Umsókn um bætur skal senda á fondur@fondur.is og verður henni svarað innan þriggja vikna. Sé umsókn hafnað má kæra ákvörðun til viðeigandi eftirlitsaðila.

Uppsögn

  1. Báðir aðilar geta sagt upp þjónustusamningi, nema þar sem sérákvæði gilda, og skal uppsögnin vera skrifleg. Uppsögn þarf að berast fyrir 28. dags hvers mánaðar og miðast við upphaf nýs reikningstímabils, þann 1. dags hvers mánaðar.
  2. Áskrifendur á einstaklingsmarkaði eiga rétt á því að segja þjónustusamningi upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á skilmálum.
  3. Stofnkostnaður sem getur myndast við upphaf einstaklingsþjónustu greiðist að jafnaði af Hringdu gegn því að viðskiptavinur haldi við þjónustusamning sinn í sex mánuði. Hringdu áskilur sér þann rétt að krefja viðskiptavin um stofnkostnaðinn ef viðskiptavinur segir upp eða færir sig yfir í aðra tegund tengingar innan sex mánaða frá upphafi þjónustu.
  4. Sjá 7. gr almenna skilmála varðandi skil á búnaði í leigu.
  5. Hringdu er heimilt bjóða upp á samninga þar sem viðskiptavinur skuldbindur sig í allt að sex mánuði. Ef viðskiptavinur segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Hringdu sér rétt til að krefja viðskiptavinar um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum auk riftunargjalds sbr. 14. gr. almennra skilmála.

© 2023 - 2025 Spaugur ehf.

kt. 461223-0600 - VSK nr. 151999

Formlegar upplýsingar & Skilmálar