Þjónusta

Við styðjum þig í þínum vef- og upplýsingatæknimálum.

Pláss fyrir búnað í gagnaveri

Spaugur rekur aðstöðu í íslensku gagnaveri þar sem hægt er að koma fyrir búnaði án þess að skuldbinda sig í leigu á heilum tölvuskáp sem getur jafnvel verið til margra ára. Við leigjum út pláss í einingavís ásamt interneti (IP transit) og getum veitt IP tölur & IP net (IPv4/IPv6), BGP til að þú getir auglýst þínar eigin tölur, rafmagni, fjaraðstoð (remote hands), sambönd út í RIX, og fleira.

Ekki er veittur 24/7 aðgangur að gagnaverinu þegar viðskiptavinur er ekki með heilann tölvuskáp í leigu frá gagnaverinu, en hægt er að bóka heimsókn þar sem starfsmaður Spaugs veitir fylgd og eftirlit. Almennt séð eru heimsóknir og fyrstu uppsetningar með fjaraðstoð kostnaðarlausar fyrir styttri heimsóknir og lítinn búnað.

Helstu kostir við þjónustu okkar innihalda:

  • Íslenskt gagnaver innan Reykjavíkur
  • Kerfi rekin af sérfræðingum
  • GDPR samhæfðir verkferlar
  • 24/7 kerfisvöktun
  • 99.99% ábyrgður uppitími
  • BGP IP transit í boði
  • Pláss selt í einingaverði
  • Lítil til engin binding
  • Offramboð á internetveitendum
  • Offramboð á rafmagni
Datacentre

Takk fyrir!

Við fengum skilaboðin og munum svara bráðlega.

Má bjóða þér tilboð?

Ekki láta eyðublaðið eða stóru orðin hræða þig. Okkar þjónusta er verðsett til þess að henta litlum og meðalstóðum aðilum sem stórum aðilum í leit að hagræðingu. Við það að biðja um tilboð muntu fá afhent sundurliðað tilboð sem skýrir þinn kostnað í hverjum lið og viðmót sem velkomar það að vinna með þér á verðinu.

Ef þú veist ekki nákvæmlega hvað þú átt eftir að nota er um að gera að velja einhvað miðgildi og gefa okkur svo samhengið í textareitnum. Okkar sérfræðingar geta ráðlagt pakka sem hentar þér eftir vélartegundum o.fl. svo ekki hika við að senda inn allar fyrirspurnir.

Stutt af tækni og þjónustu frá

Ertu ekki að finna
lausnina fyrir þig?

Það er ekki hundrað í hættunni, okkar sérfræðingar geta ráðlagt þér lausnina fyrir þig.

AMD Ryzen Server

© 2023 - 2025 Spaugur ehf.