
Desember 2025
Sun
Mán
Þri
Mið
Fim
Fös
Lau
Dagatalið í ár lítur skrambi vel út, brúa má með aðeins tveimur leyfisdögum fyrir níu frídaga, en fólk sem hefur ekki kost á slíku fær samt frí frá 24 til 28 desember.
Aðfangadagur jóla lendir á miðvikudegi, en það þýðir að fimmtudagur og föstudagur eru hvor tveggja frídagar og því þarf ekkert að brúa að helginni. Skyldu menn vilja brúa frá helginni fyrir jól þyrftu þeir að taka út frí fyrir mánudag 22 desember og þriðjudag 23 desember.